[tm_pb_section admin_label=“section“][tm_pb_row admin_label=“row“][tm_pb_column type=“4_4″][tm_pb_text admin_label=“Text“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Om oss

Að fá góðan gæðafisk í Svíþjóð er ekki létt á þessum tímum. Við hjá Íslandsfisk fáum okkar fisk frá Íslandi og er hann bæði veiddur á línu eða frá Skuttogaranum Baldvin Njálssyni.  Þeir bátar sem við fáum línufiskinn frá eru dagróðrabátar og er því fiskurinn alltaf ferskur. Sama með frystitogarafisksins sem er veiddur og frystur ca 3-6 tíma eftir að hann er veiddur. Þessi staðreynd  og hreint haf gerir að gæði hráefnisins er fyrsta flokks.

Bildspel-islandsfisk-batar-1024x768px Fiskurinn sem við fáum er veiddur innan fiskveiðilögsögu Íslands, sem er að mestum hluta hreint og frískt haf.  Ekki er hægt að segja sömu sögu um hafsvæðin í kringum hin norðurlöndin. Eystrasaltið er hreynt út sagt hryllilegt vegna mikilla mengana frá Dioxin, kviksilfur og annara þungra málmefna.  Að hugsa sér að lax,síld og annar feitur fiskur er á bannlista Evrópusambandsins en má selja í Svíþjóð og Finnlandi. Hreynt ótrúlegt. Livsmedelsverket hefur mótmælt þessu en stjórnvöld virðast vilja vernda fiskiðnaðinn sem er lítill hluti af þjóðarframleiðslunni. Hin höfin: Kattegat, Skagerak, Baretshaf og stór hluti Norursjávarins eru því miður illa komin vegna mengunar og ofveiða.

Oft heyrir maður nefnt að ferskur fiskur (ej frosinn) sé það besta sem maður fær. Þetta er að vísu rétt ef forsendurnar eru þær réttu. Það er frískleikinn hjá fiskinum sem er það sem reiknas. Íslandsfisk hefur nú þegar þetta er skrifa verið með þessa netverslun í  32 ár eða frá árinu 1990. Marg hefur breyst frá þeim tíma og eru viðskiptavinir okkar mörg hundruð. Marknaðsvæði okkar eru í Svíþjóð – Danmörku – Þýskalandi –  Luxemburg og Hollandi. Einnig erum við með viðskiptavini frá Noregi og Swiss sem koma til landamæra og ná í sínar pöntuðu vörur. Það er gaman að frá því að segja að við erum með marga viskiptavini sem eru búnir að vera með frá allra fyrstu byrjun og segir það eitthvað um samskipti okkar við viðskiptavini, vöruúrval, gæði og traust. Við förur 4 ferðir á ári Í Svíþjóð og Danmörku ( mars/april – juni – septembe  og desember). Í Evrópu förum við því miður aðeins einu sinni á ári  (Páskamánuðurinn april ).

Þegar viðskiptavinur pantar á heimasíðunni, þá fær hann strax staðfestingu á netpósti. Síðan fær hann aðra staðfestingu með nánari upplýsingum varðandi pöntun og komudag. Ca viku fyrir ferð fær viðskiptavinur svipaða staðfestingu í pósti til  ámynningar. Að lokum fær viðskiptavinur sms í síman sinn (ef hann er fyrir hendi) á afhendingardaginn, ca 2-3 tíma fyrir komu okkar á afhendingarstað, þannig að það á ekki að vera létt að gleyma 🙂 Fraktgjald er 88 kr fyrir hverja pöntun.logo-2

Við erum með 2 þyngdir af þorsk og ýsuflökum.  Línufiskurinn er í 5 kílóa og sjófrysti fiskurinn í 9 kílóa kössum. Ég vil að lokum óska öllum velkomnum til okkar sem viðskiptavinir og hafið gjarnan samband ef það er eitthvað sem ykkur liggur á hjarta. Með kveðju Guðbjörn Elíson f.h. Íslandsfisk i Varberg AB

[/tm_pb_text][/tm_pb_column][/tm_pb_row][/tm_pb_section]