Páskaferðin 2020

2020-01-30

Ágæti viðskiptavinur!

Þá eru blessuð jólin að baki og ekki eftir svo langan tíma, páskarnir framundan. Það varð vart við vandræði hjá þó nokkrum viðskiptavinum þegar pantað var á heimasíðunni okkar fyrir jólin. Hafa mínir menn reynt að finna lausn á þessu og vilja þeir meina að þetta sé úr sögunni. Til að hafa allar dyr oppnar, þá vil ég taka fram að ef pantað er á heimasíðunni, þá á maður að fá staðfestingu með númeri sem er með 5 tölustöfum og byrjar á 4. Ef þessi staðfesting kemur ekki til ykkar frá heimasíðunni, þá endilega hafið samband við mig á netfangi islandsfisk@islandsfisk.se. Við viljum jú að pantanir komi fram.

Það var mikið pantað fyrir jólin og gerði ég þá skyssu að halda sömu tímaáætlun og venjulega á fjölmönnum stöðum, þar á meðal á Stockholmssvæðinu. Var Sollentuna, UpplandsVäsby og Uppsala fyrir barðinu á þessu. Þetta á ekki að endurtaka sig, þar sem ég mun laga tímaáætlun til að mæta aukningu viðskiptavina. Þetta varðar aðalega jóla og páskaferðir. Að öðru leiti gengu jólaferðirnar vel.

Páskaferðir okkar verða: 21.-22. mars (Karlstadsferðin) –  25. mars (Suður Svíþjóð) – 4.-5. apríl (Stockholmsferðin).

 

Með páskakveðjum Guðbjörn Elíson