Haustferðin 2019

2019-08-03

Ágæti viðskiptavinur!

Nú styttist í haustferðina og er ekki hægt að segja annað en að sumarið hafi verið hliðhollt okkur í Svíaríki og Danaríki. Gott hljóð í bændum sem og öðrum þegnum samfélagsins.  Horfum við því með björtum augum á komandi haust.

 Er verið að athuga fyrir okkur nýjar pökkunaraðferðir,  þar sem þorsk eða ýsuflök verður þá pakkaður þannig að flökin verða í minni sneiðum í loftþéttum umbúðum og nýtast betur fyrir litlar fjölskyldur sem og einstaklinga. Þetta kæmi þá sem viðbót við þær pakkningar sem fyrir eru. Ef af verður, þá kemur þetta til með að byrja fyrir áramót. En, sem sagt. Þetta er á tilraunarstigi.

Islandsfisk verður á ferðinni í Svíþjóð, dagana:  Karlstadsferð 7.-8. september – Suður Svíþjóð 11. september og að síðustu Stockholmsferðin 21.-22 september.

Islandsfisk verður á ferðinni í Danmörku, dagana: Jótland 14 september og Jótlandi, Fjón og Sjálandi þann 15 september.

 

Med kveðju Gudbjörn Elison