Haustferðin 2022

2022-08-03

Sælt veri fólkið!

Vonandi hafa sem flestir notið sumarsins. Við hjónin vorum í 3 vikur á Íslandi og vorum hér og þar og nutum vel. Bara á þessum tíma hækkuðu matvörur mikið og fiskurinn allra mest eða om ca 30% hjá matvöruverslunum og fiskibúðum. Hjá okkur hækka vörur frá 6 til 10%. Höfum við reynt að halda hækkunum í lágmarki.

Nú getum við glatt þá sem elskuðu Cocoa puffs, sem var bannað að selja vegna skaðlegra litarefna, því nú höfum við fengið svipaða vöru frá USA sem er leyfileg að selja hér og lítur út og bragðast eins og gamla góða Cocoa puffsið.

Í dag er selt á Íslandi morgunkorn sem heitir Cocoa puffs og er frá Nestlé sem á að koma fyrir gamla cocoa puffset frá General Mills. Þetta nýja cocoa puffs bragðast ekki eins og það gamla.

Hins vegar er þetta nýja frá okkur Cocoa Crunchise cereal svo til alveg eins á bragðið og gamla Cocoa puffset. Prófa gjarnan sjálf til að sannfæras 😊

 

Islandsfisk verður á ferðinni, dagana: Karlstadsferð og  Suður Svíþjóð 10. og 11septemberStokkhólmsferðin 17. september.