Páskaferðin 2022

2022-04-25

Ágæti viðskiptavinur!

Þá er sumarið á næsta leiti og þessa stundina þegar ég held í pennan 22. apríl er 20 stiga hiti, heiðblár himinn og þægilegur andvari sem leikur um andlit mans. Undir svona kringumstæðum er ekki annað hægt en að líta björtum augum til komandi sumars, eða hvað ?

Ferðir okkar um Svíðjóð verða eftirfarandi:  Karlstadsferð  og  Suður Svíþjóð 28. og 29. maí –  Stokkhólmsferð og Danmark 11. og 12. júní.

Við mælum með að fólk panti með góðum fyrirvara og ekki seinna en 3 dögum fyrir komu okkar.

Með sumarkveðjum. Guðbjörn Elíson