Jólaferðin 2019

2019-10-25

Ágæti viðskiptavinur!

Þá er komið að undirbúningi fyrir jólaferðirnar.  Jólamaturinn er á sínum stað, ásamt öðrum basvörum.

 Það er aldrei ofmælt, þegar hvatt er til að panta með góðum fyrirvara, svo engin lendi í jólasekknum.  Við höfum undanfarnar vikur verið með marknaðsátak í Halland sem hafa gefið góða raun og velkomnum við þessum nýju Hallendingum í okkar góða hóp viðskiptavina.  Bolfiskurinn (ýsa og þorskur) hefur því miður hækkað um 5%.

Við töluðum síðast um að taka upp nýja pökkunaraðferð fyrir fisk, en menn vilja bíða átekta, þar sem umhverfissjónarmið eru inní dæminu. Við sjáum hvað setur.

Islandsfisk verður á ferðinni, dagana: Karlstadsferð 30. nóvember og 1. desember  –  Suður Svíþjóð 4. desember og að lokum Stockholmsferðin 14. og 15. desember.