2025-05-01
Ágæti viðskiptavinur!
Sumarið er á næsta leiti og við erum, eins og ávallt, tilbúin í slaginn. Villikryddaðar lambalærisneiðar slógu í gegn síðasta sumar og verða því áfram í boði í ár. Þá bætist einnig við ný kryddblanda úr BEST-línunni, sérhönnuð fyrir grillið.
Við bjóðum nú einnig upp á Royal lyftiduft, sem margir hafa beðið um.
Ferðaáætlun okkar í sumar verður sem hér segir:
- Karlstad og Suður-Svíþjóð: 31. maí og 1. júní
- Stockholms ferð: 14. og 15. júní
Við hlökkum til að sjá ykkur!