Vorferðin 2021

2021-04-24

Ágæti viðskiptavinur!

Þegar þetta er skrifað þann 15. apríl skín sólin beint í augu mér og hitastigið er komið upp í 22 gráður. Undir þessum kringumstæðum er létt að leifa sér að dreyma til sólarstranda og frá covid 19 farsóttinni. En ég verð víst fyrr en síðar að opna augu mín og líta aftur tilveruna raunsæjum augum.

Árið 2021 mun líklegast verða betra en síðastliðið ár, en þetta gerist með svo miklum seinkunum á mörgum sviðum, þannig að ekki er létt að sannfæra náungan um ljósið framundan. Sjálfur er ég nýbúinn að fá Pfizer sprautu nr 1 og á að fá nr 2 þann 23. maí. Alsæll með þetta.

Það er með sorg í hjarta að tilkynna að nú er búið að banna að flytja inn Cocoa puffs og Lucky charms til Evrópu. Þetta vegna litarefna sem eru á bannlista hjá Evrópubandalaginu. Þeir segjast ætla að athuga hvort hægt verði að finna lausn á þessu, en það verður að bíða síns tíma.

Sumarferðir okkar eru eftirfarandi: 29.-30. maí Karlstadsferðin – 2. júní suður Svíþjóð  og að lokum 12. og 13. júní Stokkhólmsferðin.

Við verðum í Danmörku dagarna: 5 júní (Jótland) og 6 júní ( Jótland – Fjón og Sjáland )