Haustferðir 2020

2020-07-31

Ágæti viðskptavinur!

Þá er að koma að næstu ferð hjá okkur Islandsfisk. Enn er verið að glíma við kórónaveiruna (COVID-19). Þegar þetta er skrifað þann 24. júlí, virðist sem við séum á réttri leið með að minka smitin. Hvað varðar  USA og restina af Ameríkuríkjunum að undanskildu Kanada þá er er allt úr böndunum. Uss…

Jæja, nú að ánægjulegri viðburðum.  Vegna ítrekaðra fyrirspurna í gegnum árin, þá munum við nú prófa Gunnars majónes og rúllutertubrauð sem nú eru á vörulista á heimasíðunni. Við förum varlega og tökum inn takmarkað magn, þar sem endingartíminn á majónesinu er 3 mánuðir.

Sumarferðir okkar eru eftirfarandi: 5.-6. sept Karlstadsferðin – 9. sept suður Svíþjóð  og að lokum 19. og 20. sept Stockholmsferðin.

Kveðja Guðbjörn Elíson