Páskaferðin 2020

2020-03-13

Vegna lokunar landamæra í Danmörku !

 

Við hjá Islandsfisk  munum til að byrja með athuga hjá yfirvöldum hvort við höfum réttlátar ástæður að koma yfir til Danmörku með matvæli til viðskiptavina. Ef já, þá ekkert vandamál.

Ef nei, þá munum við koma þann 18 apríl (jótland) og 19 apríl (Jótland, Fjón og Sjáland) yfir til Danmörku. en lokun landamærana gilda til 14 apríl.

Ef hinsvegar stjórnvöld munu framlengja lokun landamærana, þá komum við yfir þegar léttir á þessum aðgerðum stjórnvalda.

Ef við komum dagana 18 og 19 apríl , þá er vika liðin frá páskum.

Vonum það besta  Gudbjörn Elison

 

———————————————————————————————————————————————————————–

Ágæti viðskiptavinur!

Þá eru blessuð jólin að baki og ekki eftir svo langan tíma, páskarnir framundan. Það varð vart við vandræði hjá þó nokkrum viðskiptavinum þegar pantað var á heimasíðunni okkar fyrir jólin. Hafa mínir menn reynt að finna lausn á þessu og vilja þeir meina að þetta sé úr sögunni. Til að hafa allar dyr oppnar, þá vil ég taka fram að ef pantað er á heimasíðunni, þá á maður að fá staðfestingu með númeri sem er með 5 tölustöfum og byrjar á 4. Ef þessi staðfesting kemur ekki til ykkar frá heimasíðunni, þá endilega hafið samband við mig á netfangi islandsfisk@islandsfisk.se. Við viljum jú að pantanir komi fram.

Það var mikið pantað fyrir jólin og gerði ég þá skyssu að halda sömu tímaáætlun og venjulega á fjölmönnum stöðum, þar á meðal á Stockholmssvæðinu. Var Sollentuna, UpplandsVäsby og Uppsala fyrir barðinu á þessu. Þetta á ekki að endurtaka sig, þar sem ég mun laga tímaáætlun til að mæta aukningu viðskiptavina. Þetta varðar aðalega jóla og páskaferðir. Að öðru leiti gengu jólaferðirnar vel.

Páskaferðir okkar verða: 21.-22. mars (Karlstadsferðin) –  25. mars (Suður Svíþjóð) – 4.-5. apríl (Stockholmsferðin).

 

Með páskakveðjum Guðbjörn Elíson