Jólaferðin 2020

2020-10-20

Ágæti viðskptavinur!

Þá eru jólin framundan og undirbúningur í fullum gangi að vanda!

Þar sem búast má við að fáir leggi leið sína til Íslands fyrir jól vegna 5 daga sóttkvíar, má gera ráð fyrir að það verði meira um pantanir en áður hjá okkur.  Einnig verður farin jólaferð til annara evrópulanda. Viljum við því brýna fyrir okkar viðskiptavinum að panta með góðum fyrirvara, svo að engin fari í  jólaköttinn.

Vil ég þakka fyrir góðar undirtektir vegna áskorunar að koma með poka þegar pantaðar vörur eru sóttar til okkur.   Hangikjötið er kælivara og þarf ekki að frysta!  ATH!: Fleiri vörur eru á heimasíðunni!

Islandsfisk verður á ferðinni, dagana: Karlstadsferð 28. og 29. nóvember – Suður Svíþjóð 2. desember og að lokum Stokkhólmsferðin 12. og 13. desember.

Með jólakveðjum  Guðbjörn Elíson