Jólaferðin 2018

2018-10-29

 

Ágæti viðskiptavinur!
Þá er jólahátíðin á næstu grösum og eins gott að fara að bretta upp ermarnar. Ýmislegt að huga að og sama gildir okkur hjá Íslandsfisk. Vegna fyrirspurnar frá viðskiptavinum þá gerum við smá tilraun með kókómjólk og heilsudrykk sem heitir Hleðsla. Það er sagt að þetta sé þokkalega vinsælt á Fróni, svo við förum rólega af stað og prófum.  Fiskurinn er á sínum stað ásamt jólakræsingunum. Við erum búin að laga aðeins til á heimasíðinni, þannig að þegar fólk fer inná ” afhendingarstaðir” þá er léttara að sjá afhendingarstaðina og tímasetningu. Fyrir síðustu ferð, varð vart við að sumir viðskiptavinir voru í vesini með að ljúka pöntun sinni á heimasíðunni. Ef þetta kemur fyrir aftur þá endilega látið mig vita svo hægt sé að rekja bilunina.

Við verðum á ferðinni samkvæmt eftirfarandi: Karlstads og Gautaborgsferð 24.-25. nóvember – Suðursvíþjóð 28. nóvember og Stockholmsferð 8.-9. desember.

Með jólakveðjum Guðbjörn Elíson